Fánalög

ÍSLENSKI FÁNINN

Íslenski fáninn fæst í vefverslun Fánasmiðjunnar.

Um meðferð fánans gilda ákveðnar reglur sem eru eftirfarandi:

HLUTFÖLL FÁNA OG STANGAR:
Þegar fánastöng er fest í jörðu á lengd hennar að vera fimm sinnum breidd fánans.

Staerdartafla f fana

HVENÆR MÁ FLAGGA:
Fána skal eigi draga á stöng fyrr en klukkan sjö að morgni og að jafnaði skal hann eigi vera uppi lengur en til miðnættis.
Ef flaggað er við útisamkomu, opinbera athöfn, jarðarför eða minningarathöfn má fáni vera uppi lengur en til sólarlags eða svo lengi sem athöfn varir, en þó aldrei lengur en til miðnættis.

FÁNI Í HÁLFA STÖNG:
Ef draga á fána í hálfa stöng, er hann fyrst dreginn að húni, en síðan felldur svo, að 1/3 stangarinnar sé fyrir ofan efri jaðar fánans. Við jarðarfarir á að draga fánann að húni þegar greftrun er lokið og skal hann blakta þar til kvölds, til virðingar við hinn látna.

LÖGSKIPAÐIR FÁNADAGAR:

  • Fæðingardagur forseta Íslands.
  • Nýjársdagur.
  • Föstudagurinn langi.
  • Páskadagur.
  • Sumardagurinn fyrsti.
  • 1. maí.
  • Hvítasunnudagur.
  • Sjómannadagurinn.
  • 17. júní.
  • 16. nóvember fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar
  • 1. desember.
  • Jóladagur.

Alla ofangreinda daga skal draga fána að húni, nema föstudaginn langa, þá í hálfa stöng.
Nánar um notkun hins almenna þjóðfána
Sérstakar reglur gilda um hlutföll hins almenna þjóðfána
Fróðleikur um sögu íslenska fánans
Hérna geturður séð nánar um hin almennu fánalög