Silkiprentun

Silkiprentun

Silkiprentun er gömul prentaðferð sem gefur enn í dag bestu gæði sem völ er
á hvað varðar liti og endingu.

Ferlið sem þarf til silkiprenta fána er í grófum dráttum eftirfarandi:

  • Prenta / plotta filmu, þ.e. mynd af logoinu, t.d. þriggja lita fáni þarf þrjár filmur.
  • Filman er lýst inn í ramma sem stensill hefur verið borinn í og þurrkaður.
  • Ramminn stilltur inn í silkiprentvélina þannig að myndin komi rétt á efnið.
  • Myndin prentuð og efnið keyrt í gegnum þurrkara.
  • Efnið keyrt í gegnum gasofn sem bakar litinn inn í efnið við ca. 180 gráðu hita.
  • Fánarnir eru því næst þvegnir, settir í efnameðferð, straujaðir, skornir og saumaðir.
  • Tilbúnum fánum pakkað og þeir sendir með hraði til viðtakanda. Vegna þess hveð ferlið er flókið og tímafrekt, borgar sig ekki að setja verk í gang fyrir minna en 15 fána í einu.

Silkiprentun

Fánasmiðjan á Ísafirði eru með einu silkiprentvélina sinnar tegundar á Íslandi, sem ræður við stórfánaprentun.

Með silkiprentun færðu fullkomin gæði og lit sem er skýr og skarpur og upplitast ekki.