Útifánar

Útifánar Útifánar Útifánar

Prentað er bæði með silkiprentun og stafrænprentun.

Nánar um silkiprentun. Nánar um stafrænprentun.

Fánarnir okkar eru prentaðir á byltingarkennt fánaefni.
Eftir ýmsar tilraunir og kannanir sýnir reynslan okkur að efnið okkar er að endast mun betur en hefðbundið efni. Efnið er mjög sterkt, létt og ennfremur heitskorið en ekki faldað.

Heitskurður gerir það að verkum að efnisþræðirnir bræðast saman svo þeir trosna síður.
Og hver kannast ekki við að faldar rifni af fánum og lafi niður, nú er það úr sögunni.

VEFVERSLUN

Umsögn sem okkur barst á dögunum, birt með leyfi viðkomandi:
Ég vil hér með panta fleiri fána "með götum"! Þessir gatafánar eru meirháttar uppfinning. Ég er búinn að hafa stóra fánann (55x90) aftan á hjólinu í 3 sumur og fara vítt og breitt um landið; einnig í hringferðir. Þrátt fyrir mikið rok og ringingu tekur hann lítið í hjólið; hann hefur aðeins dökknað af veðrun og smá trosn komið í neðri endann - ótrúlegt en satt!
Beztu kveðjur,
Doktorinn #3,
formaður Trúboða

Útifánar Útifánar Útifánar