Spurt & svarað

Algengar spurningar og svör við þeim

Er hægt að kaupa bara einn fána með logoinu mínu?

Til viðbótar við silkiprentun höfum við stafræna fánaprentara sem gerir okkur kleift að prenta 1 stk / eða lítil upplög án mikils tilkostnaðar.

Er hægt að nota jpg eða gif skjal til að prenta fána?

Til þess að fá sem best prentgæði þarf skjalið að vera tölvuteikning (vector). Það gæti verið skjal með endingu á borð við; pdf, eps, ai, fh og þh.

Getur fánasmiðjan ráðlagt mér með útlit á fána og stærð?

Við veitum viðskiptavinum okkar ráðgjöf, þeim að kostnaðarlausu.

Af hverju eru heitskornir fánar betri en faldaðir fánar?

Það sem gerist þegar faldaður fáni byrjar að trosna, rifnar faldurinn og lafir niður með fánanum. Í rigningu safnar faldurinn í sig vatninu og þyngir fánann. Heitskornir fánar trosna hægar og á annan hátt, þeir nagast bara smátt og smátt. Þú getur haft þannig fána lengur uppi þar sem það er ekki áberandi að fáninn sé byrjaður að nagast.

Hvað endast fánarnir lengi?

Það er ekki til eitt einfalt svar við þessari spurningu. Augljóslega fer það eftir veðri og það er alltaf smekksatriði hvenær menn skipta um fána. Sumir skipta þegar fáninn er aðeins byrjaður að trosna, aðrir reyna að nýta hann sem lengst og jafnvel þangað til hann er orðinn ljótur. En þumalputtaregla er að eiga ca. 3 – 4 ganga af fánum fyrir árið ef þú vilt alltaf hafa fallega fána uppi.

Hver er munurinn á silkiprentun og stafrænni prentun?

Megin munurinn felst í gæðum litanna, silkiprentunin gefur dýpri og skarpari liti og sést munurinn helst í rauðum og svörtum fánum. Silkiprentunin hentar betur fyrir stór upplög af fánum og stafræna prentunin fyrir þau minni.